FG í 8 liða úrslit í Gettu betur og Morfís - bein sjónvarpsútsending í Gettu betur á föstudag

Lið FG í Gettu betur (f.v.): Kjartan Leifur Sigurðsson, Sara Rut Sigurðardóttir og Óttar Egill Arnar…
Lið FG í Gettu betur (f.v.): Kjartan Leifur Sigurðsson, Sara Rut Sigurðardóttir og Óttar Egill Arnarsson.

Föstudaginn 7.febrúar hefur FG sjónvarpsþátttöku sína í Gettu betur, þegar okkar fólk mætir ,,spútnik-liði" keppninnar í ár, liði Fjölbrautaskólans í Ármúla, FÁ. Nokkuð er um liðið síðan FÁ hefur komist svona langt í Gettu betur, sem gerir málið óneitalega spennandi. Það er einnig gaman frá því að segja að Morfís-lið FG er komið í 8-liða úrslit í Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna  á Íslandi (MORFÍS).

Nokkuð er um liðið frá því það hefur gerst. Keppendur í Morfís fyrir FG eru: Hrefna Hlynsdóttir, Marta Alda Pitak, Eva Bryndís Ágústsdóttir og Daníel Breki Johnsen (forseti NFFG). Þjálfarar eru: Arnar Kjartansson,María Rós Kaldalóns, Agnes Emma Sigurðardóttir og Íris Embla Jónsdóttir. Óskum báðum liðum góðs gengis - áfram FG!