FG í undanúrslit í FRIS (rafíþróttum)

Lið FG vann MÁ í rafíþróttum þann 8.mars og er komið í undanúrslit í FRIS. (skjáskot úr keppninni)
Lið FG vann MÁ í rafíþróttum þann 8.mars og er komið í undanúrslit í FRIS. (skjáskot úr keppninni)

Það gekk vel hjá FG að spila rafsport þegar lið skólans mætti MÁ, Menntaskólanum á Ásbrú, frá Suðurnesjum, þann 8.mars síðastliðinn.

Þá fóru fram átta liða úrslit í FRIS, sem er keppni framhaldsskólanna í rafíþróttum eða ,,Framhaldsskólaleikarnir í rafíþróttum.“

Keppt var í þremur leikjum; CS GO, Valorant og Rocket League. Fyrstu tveir leikirnir eru svokallaðir ,,fyrstu-persónu-skotleikir“ (FPS), en hinn þriðji er bílafótbolti.

FG spilaði vel og stóð uppi sem sigurvegari, vann bæði CS og Valorant, en tapaði í bílaboltanum. Því vann liðið heildarkeppnina 2-1 og er komið í undanúrslit í FRIS.

Þar mætir liðið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) og vinni FG þá, er skólinn kominn í úrslit. Sú keppni fer fram eftir þrjár vikur.

Áfram FG!