FG-ingar fengu HÍ-styrk

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, veitti þeim Tinnu (í miðjunni) og Evu styrkina.
Mynd: Kristinn In…
Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, veitti þeim Tinnu (í miðjunni) og Evu styrkina.
Mynd: Kristinn Ingvarsson

Þann 30.ágúst síðastliðinn tóku tveir fyrrverandi nemendur Fjölbrautaskólans í Garðabæ, þær Eva Bryndís Ágústsdóttir og Tinna Rúnarsdóttir, við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands.

Styrkirnir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.

Skemmtilegt! Til hamingju Tinna og Eva.