FG-ingar gengu í blíðunni

Göngum, göngum...
Göngum, göngum...

Nemendur FG notuðu veðurblíðuna þann 23.september síðastliðinn til að taka létta morgungöngu í Garðabænum, en gangan var framlag skólans til Hreyfiviku Evrópu sem stóð yfir þá vikuna.

Þessar fínu myndir tók Snædís Snæbjörnsdóttir spænskukennari. Síðar um daginn komu veðurfréttir þess efnis að von væri á fyrsta ,,hausthvellinum“ með gulum viðvörunum og alles.

Já, veðrið á Íslandi er fjölbeytt, enginn skortur á því.