FG-ingurinn Sigga Ózk komst í úrslit Söngvakeppninnar

Sigga Ózk er komin í úrslit Söngvakeppninnar.
Sigga Ózk er komin í úrslit Söngvakeppninnar.

Sigga Ózk, fyrrum nemandi og stúdent frá FG, er komin í úrslit Söngvakeppninnar.

Það varð ljóst laugardaginn 25.febrúar þegar Sigga flutti lagið ,,Gleyma þér að dansa“.

Óhætt er að segja að Sigga hafi geislað af gleði á sviðinu og það smitaði greinilega út frá sér.

Með Siggu fóru Langi Seli og Skuggarnir í úrslit með lagið Ok.

Sigga á því raunveruelgan möguleika á að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision í Liverpool seinna í vor.

Glæsilegt Sigga, við bíðum spennt og til hamingju!