FG keppir við Kvennó í MORFÍS

MORFÍS er mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna
MORFÍS er mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna

Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS, er farin í gang að nýju og er FG að sjálfsögðu með. Mælskulist er áhugavert fyrirbæri, en í Morfís-keppnum er tekist á með rökræðum um ákveðin málefni, talað er með og á móti.

Lið FG hefur æft stíft að undanförnu og fimmtudaginn 26.janúar hefst keppni þess fyrir alvöru þegar liðið mætir Kvennó í Urðarbrunni kl. 19.00.

Í liði FG eru: Freyja Dögg Skjaldberg (liðsstjóri), Tryggvi Sigurðarsson Johnsen (meðmælandi), Guðrún Fjóla Ólafsdóttir (stuðningsmaður), Bjarki Leó Björgvinsson, Einar Ernir Kristmundsson og Benedikt Kári Brynjarsson, sem er frummælandi.

Umræðuefnið er ,,djammið“ og er FG á móti því. Þjálfari er Daníel Johnsen, en því má bæta við að hann var eitt sinn forseti nemendafélags FG. Áfram FG og að sjálfsögðu frítt inn.