FG mætir MR í Gettu betur

Það er kannski smá brekka í Gettu betur - en allt er hægt.
Það er kannski smá brekka í Gettu betur - en allt er hægt.

Það verður mikið undir hjá Gettu-betur liði FG þann 15.febrúar en þá mætir liðið í sjónvarpssal RÚV og tekst þar á við hvorki meira né minna en ríkjandi meistara, Menntaskólann í Reykjavík.

Það er því um að gera að æfa eins og skrattinn sjálfur sé á hælunum á þeim Patriki, Aroni og Brynju. Allt getur gerst þó að tölfræðin sé vissulega MR í hag, en liðið hefur unnið Gettu betur alls 24 sinnum, FG einu sinni.

Ekki ólíklegt að MR stefni á sigur í ár og aað verða þar með liðið sem hefur unnið Gettu betur í aldarfjórðung, alls 25 skipti.

Myndirnar eru teknar í FG fyrir skömmu, þegar kvikmyndateymi RÚV undir forystu Dodda (Daníel Óskar Jóhannesson) mætti á svæðið til að gera sprell og gamanmál með okkar fólki.

Áfram FG og sendum jákvæða strauma til okkar flotta liðs.