FG-nemar í Erasmus+ verkefni á eyjunni Evia

Hópurinn sem vann í verkefninu.
Hópurinn sem vann í verkefninu.

Nemendur frá FG voru fyrir skömmu staddir á grísku eyjunni Evia í frumkvöðlaverkefni sem heitir: 

“Essence of Agriculture and Rural Traditional Hospitality” (EARTH), hjá Tinnu Ösp.

Með í þessu Erasmus+ verkefni voru nemendur frá Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Portúgal og Króatíu.

Helsta markmið verkefnisins er að efla ungmenni í Evrópu í að skapa sér sín eigin atvinnutækifæri með nýsköpun.

Það skorti svo sannarlega ekki á hugmyndaauðgi ungmennanna í frumkvöðlabúðum og fram spruttu fimm góðar viðskiptaáætlanir sem ungmennin kynntu fyrir dómnefnd prófessora frá háskólanum í Aþenu. Gekk ferðin afar vel á allan hátt.