FG-nemar í orkuferð til Portúgals

FG-nemar í Portúgal
FG-nemar í Portúgal

Í október fóru þrír nemendur af náttúrufræðibraut með Írisi Skaftadóttur líffræðikennara og Jóhönnu Ingvarsdóttur til Portúgals á vegum Erasmus+áætlunarinnar. Ferðin var hluti af verkefni um sjálfbæra orku sem kallast REnergy og er með áherslu á vatnsorku. Í ferðinni var ýmislegt skoðað og brallað og vinabönd mynduð. Nemendur okkar, þær Birta, Eydís og Marta voru skólanum til mikillar sóma þar sem gleði og vinskapur var áberandi og þökkum við þeim kærlega samstarfið.