FG-stúlkur tóku þátt í SHE RUNS í París

Átta stúlkur úr FG fóru til Parísar dagana 10.-16. mars þar sem þær tóku þátt í verkefninu SHE RUNS 2019. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem styrkt er af Erasmus-áætlun Evrópusambandsins (ESB). Miðar það að því að efla íþróttaiðkun stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Farið var í ratleiki, sögufrægir staðir skoðaðir (t.d. Eiffel-turninn frægi), þrautir, hlaup og annað slíkt með 3000 öðrum stúlkum. Ekki er annað að sjá en að góður andi hafi verið í París. 

Hópmynd