FG-trúðar í betra samfélagi

FG-trúðar
FG-trúðar

Fyrir skömmu settu leiklistarnemar í FG upp trúðasýningu, sem börnum á leikskólum í nágrenni FG var boðið á. Áfanginn sem leiklistarnemar eru að vinna með trúðatæknina í heitir Betra samfélag og gengur út á að tengja leiklistina inn í nærsamfélagið. Seinna á önninni stendur svo til að vinna sýningu með eldri borgurum í Garðabæ. Þá munu fara nemendur fara inn á elliheimili, vinna náið með heimilisfólki og starfsfólki og forvitnast um hvað þau eiga sameiginlegt. Leiklistin þekkir hvorki landamæri né aldursmörk.