FG vann í Gettu betur

Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur er hafin, og skartar nýjum spyrli, sem er Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV. Þann 8.janúar keppti lið FG  á Rás tvö við Framhaldsskólann á Húsavík og hafði betur, fékk 27 gegn 11 stigum Húsvíkinga. Lið FG skipa Guðrún Kristín (reynslubolti), Sara Rut (ný) og Einar Björn (nýr). Lið FG er því komið í 16 liða úrslit.