FG vann Leiktu betur í þriðja sinn

FG vann í
FG vann í "Leiktu betur" fyrir skömmu - í þriðja sinn í röð.

Óhætt er að segja að leiklistarlífið í FG blómstri, þrátt fyrir kóvid og allt, en FG vann fyrir skömmu spunakeppnina "Leiktu betur" í þriðja sinn í röð.

Liðið er því ósigrað í spuna síðan 2019 og geri aðrir skólar betur. Það var Hitt húsið sem stóð að keppninni, en hún er opin öllum framhaldsskólum á landinu.

Hreint út sagt frábær árangur og sigurgleðin leynir sér ekki meðal FG-inga á myndinni sem fylgir með.