Fgallerí: Útilistaverk í nærumhverfi nemenda

Skúlptúrar frá nemendum Sari í Fgallerí.
Skúlptúrar frá nemendum Sari í Fgallerí.

Nú stendur yfir  sýning á verkum nemenda hjá Sari úr SKÚL3þv05 í Fgallerí. Um er að ræða hugmyndir að útilistaverkum í nærumhverfi nemenda, sem þeir síðan unnu í þrívíddarforriti og prentuðu út í þrívíddarprentaranum á bókasafninu. 

Síðan bjuggu þeir til líkan af umhverfinu með útiskúlptúrnum. Sjón er sögu ríkari!