Fjör á vorönn: Árshátíð, skíðaferð og fleira

Þetta er ekki kórónuveiran, heldur sólin, sem hækkar á lofti hvern dag um þessar mundir.
Þetta er ekki kórónuveiran, heldur sólin, sem hækkar á lofti hvern dag um þessar mundir.

Kennsla á vorönn hófst miðvikudaginn 23.febrúar og stendur kennsla yfir til 18.maí, en próf hefjast daginn eftir.

Sólin hækkar dag hvern á lofti og það er yfirleitt mikið fjör á vorin í skólanum, vonandi verður svo nú.

Á miðnætti í dag, fimmtudaginn 24.febrúar, á að létta öllum sóttvarnartakmörkunum vegna kóvid, en hvetjum við nemendur að fara varlega. Þeir sem vilja nota grímur gera það.

Í félagslífinu er margt framundan, en Imbrudagar verða á sínum stað, 16. og 17.mars og þá verður árshátíð nemenda. Söngleikurinn Grettir verður frumsýndur 17.mars.

Þá tekur FG þátt í fjörgurra liða úrslitum í Gettu betur á næstunni og skíðaferð verður í næstu viku.

Páskafrí er svo frá laugardeginum 9. apríl til miðvikudagsins 20.apríl.