Söngleikurinn Sagan af Mánahofi er nýjasta uppsetning Leikfélagsins Verðandi.
Söngleikurinn ,,Sagan af Mánhofi“ verður frumsýndur í FG á morgun 1. nóvember, en það er leikfélagið Verðandi sem setur upp. Miðar eru til sölu á Tix.is. Sýningin fer fram í hátíðarsal FG, Urðarbrunni.
Um er að ræða sýningu fyrir börn á öllum aldri og það eru þau Kári Hlynsson og Hildur Jóna Valgeirsdóttir sem skrifuðu handritið. Það vann handritakeppni sem blásið var til fyrr á þessu ári. Þau leikstýra einnig í sameiningu.
Sagan af Mánahofi fjallar um þau Loga og Heklu, sem eru tveir krakkar sem búa í mismunandi heimum. Dag einn eru þau dregin í það sem kallað er Mánahof, þar sem þau kynnast og hjálpast að við að sigra hann Mána, sem skipti heiminum í þrennt.
Um tónlist sér Gréta Þórey Ólafsdóttir og Katla Borg Stefánsdóttir er höfundur dansa.
Fátt er betra og skemmtilegra en að sjá gott leikrit, en þess má geta að 2.nóvember verður sérstök góðgerðarsýning og þá mun Verðandi láta fé renna til góðs málefnis. Fallegt. En almennt er lofað miklu fjöri á sýningunni.