Fulltrúar FG í Erasmusverkefni í Noregi

Erasmusverkefni í Noregi
Erasmusverkefni í Noregi

Þau Tinna Ösp kennari, Bjarni Björgvin Árnason og Þormóður Þormóðsson, tóku þátt í Erasmus-verkefninu “Sustainability in the rural areas” í Þrændalögum í Noregi dagana 1.-7. febrúar síðastliðinn. Í því voru nemendur og kennarar frá Íslandi, Noregi, Hollandi, Þýskalandi, Finnlandi og Lettlandi. Nemendur voru í frumkvöðlabúðum þar sem viðfangsefnið var að búa til tekjuaukandi viðskiptamódel fyrir bóndabýli.
Viðskiptahugmyndirnar kynntu nemendurnir svo fyrir kennurum og fjölda gesta úr bændasamfélagi Þrændalaga. Auk þess var farið í fræðandi og skemmtilegar fyrirtækjaheimsóknir.