Gettu betur af stað aftur - FG vann fyrstu viðureign

Lið FG í Gettu betur 2021 vann FVA í fyrstu viðureign; Kjartan, Sara og Dagmar
Lið FG í Gettu betur 2021 vann FVA í fyrstu viðureign; Kjartan, Sara og Dagmar

Hin sívinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu getur, er hafin að nýju, með spritti, 2ja metra reglu og alles. Fyrstu viðureignir fara alltaf fram í útvarpi, á Rás 2 RÚV, eða Ríkisútvarpsins. Og það var einmitt þar sem lið FG mætti liði Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 7.janúar og vann FG með 26 stigum gegn 22.

Lið FG skipa; Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, Sara Rut Sigurðardóttir og Kjartan Leifur Sigurðsson. Að lokinni keppni var dregið í næstu umferð sem fram fer dagana 12. og 13. janúar en þá mætir FG liði Menntaskólans á Ísafirði. Áfram FG!