Gettu-betur-kaka í metravís

Þráinn Gunnlaugsson og Dagmar Íris Hafsteinsdóttir með veglega ,,Gettu-betur-köku
Þráinn Gunnlaugsson og Dagmar Íris Hafsteinsdóttir með veglega ,,Gettu-betur-köku" - FG splæsti.

Það er mikil eftirvænting í loftinu í FG þessa dagana, meðal annars vegna þess að skólinn er kominn í úrslit í Gettu betur.

Af því tilefni splæsti skólinn í Gettu-betur-köku, nánast í metravís. Og sneiðarnar flugu út, svo hratt að þegar tíðindamaður fg.is kom á svæðið, þá var nánast allt búið.

Á myndinni sem fylgir eru Þráinn og Dagmar með eina góða ,,hnallþóru" á milli sín, en Kjartan var ekki með - hann var kannski að æfa sig :)

Í óformlegu spjalli inni á bókasafni við hluta liðsins kom einmitt fram að núna eru æfingar stífar, mjög stífar.

Lið FG mætir annað hvort MR eða Versló í úrslitum Gettur betur þann 18.mars næstkomandi, en það skýrist á föstudagskvöldið á RÚV hvor skólinn það verður. Áfram FG!