Gettu betur: Lið FG fer í imbakassann!

Lið FG er komið í sjónvarpskeppnina í Gettur betur, en þetta eru þau Þráinn, Kjartan og Dagmar.
Lið FG er komið í sjónvarpskeppnina í Gettur betur, en þetta eru þau Þráinn, Kjartan og Dagmar.

Lið FG í Gettu betur sigraði lið Tækniskólans í Reykjavík í spurningakeppni framhaldssólanna, en liðin áttust við mánudaginn 17.janúar.

FG-ingar kræktu í 39 stig, Tækniskólinn náði hins vegar bara 25 stigum í hús og situr því eftir með sárt ennið.

Þar með er ljóst að FG tekur þátt í átta liða úrslitum keppninnar, en þau fara fram í sjónvarpi ("imbakassanum").

Þá færist nú heldur betur fjör í leikinn og gjarnan er mikið stuð í þessum útsendingum.

FG vann Gettu betur árið 2018 með mögnuðum hætti í Háskólabíói. Væri gaman að sjá hljóðnemann aftur í FG :)