Góðgerðarvika NFFG

Góðgerðarvika stendur í FG 7.-10.apríl. Myndin er frá kynningu BUGL á þeirra starfi þann 7.apríl.
Góðgerðarvika stendur í FG 7.-10.apríl. Myndin er frá kynningu BUGL á þeirra starfi þann 7.apríl.


Vikuna 7.-10. apríl, stendur Nemendafélag FG, NFFG fyrir góðgerðarviku. Vikan einkennist af áheitasöfnun fyrir áskoranir, dósasöfnun verður í gangi og einnig er góðgerðarhlaup á dagskrá. Allur ágóði rennur til styrktar barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, sem sér um geðþjónustu fyrir ung fólk.

Það er málefni sem snertir allt samfélagið og hefur fengið aukna umræðu undanfarin misseri. Um 900 krakkar fara ,,í gegn" hjá BUGL á hverju ári, en þetta kom fram á kyningu í Urðarbrunni þann 7.apríl.

Hægt er að styrkja vikuna með því að „aura“ á nemendafélagið. Til þess að „aura“ þarf að setja inn notendanafnið @NFFG inn á appið AUR, mikilvægt að @ sé á undan NFFG.

Hægt er að heita á sérstakar áskoranir sem finna má á Instagram reikningi vikunnar @godgerdarvikanffg. Með færslu fyrir áskorun þarf að setja skýringu hvaða áskorun upphæðin er fyrir. Einnig er mögulegt að styrkja vikuna burt séð frá áskorunum og er þá sett inn skýringin BUGL.

Þann 10. apríl verður svo haldið góðgerðarhlaup á vegum NFFG. Í  boði er að hlaupa 2 km, 5 km og 10 km og er flögutími á öllum vegalengdum.

Nemendur FG geta unnið upp mætingu í íþróttum og gefur 2 km eina 40 mín mætingu, 5 km tvær 40 mín mætingu og 10 km fjórar 40 mín mætingu í íþróttir. Mikil gulrót hér á ferð.

Foreldrar eru hvattir til að taka fram hlaupaskóna og spretta úr spori með börnum sínum. Skráning fer fram á hlaup.is og rennur allur ágóði af hlaupinu til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL.