Göngugarpar gengu á Fimmvörðuháls

Þau Hans Kristjánsson íþróttakennari og Snjólaug Bjarnadóttir aðstoðarskólameistari fóru með hóp nemenda í dagsgöngu upp á Fimmvörðuháls fyrir skömmu og tókst ferðin vel. Leiðin um hálsinn liggur á milli tveggja jökla, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, tengir Skóga við Þórsmörk og er því á Suðurlandi. Alls tekur undir venjulegum kringumstæðum um 9 klukkustundir að ganga þessa leið. Að sögn Hans var smá snjór á kafla leiðarinnar, en það kom ekki að sök, þar sem nemendur voru vel búnir. Hans hrósaði nemendum og sagði að það hefði verið góð samkennd og stemmning í hópnum.