Hallgrímur Helgason las úr nýrri bók

Hallgrímur Helgason
Hallgrímur Helgason

Rithöfundurinn góðkunni, Hallgrímur Helgason, kom í heimsókn á kaffistofu kennara þann 16.nóvember með nýjustu bók sína Sextíu kíló af sólskini í farteskinu. Um er að ræða skáldsögu sem gerist á ímynduðum stað, Seglufirði, um aldamótin 1900. Þetta er þrettánda bók höfundar. Húmorinn er aldrei langt undan hjá Hallgrími, sem las dágóða stund fyrir kennara og síðan leystist þetta upp í almennt spjall, eins og oft vill gerast.