Hátíð franskrar tungu: Lilja Björg hafnaði í þriðja sæti

Lilja Björg hlaut verðlaun á Hátíð franskrar tungu fyrir skömmu
Lilja Björg hlaut verðlaun á Hátíð franskrar tungu fyrir skömmu

Hátíð franskrar tungu er haldin árlega af Alliance française, franska sendiráðinu og frönskukennarafélaginu, en keppni frönskunema er einn af viðburðum hátíðarinnar.

Þema keppninnar í ár var Le chef cuisiner à la télévision sem fólst í því að nemendur sem stunda frönskunám bjuggu til stuttan matreiðsluþátt fyrir sjónvarp.

Alls bárust 18 myndbönd frá ýmsum menntaskólum, en Lilja Björg Bjarnadóttir í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ hlaut 3. sæti.

Óskum Lilju innilega til hamingju.