Haustönn 2023 rúllar af stað - fyrsta ballið

Skólastarf í FG á haustönn 2023 hófst formlega með hraðtöflu mánudaginn 21.ágúst.

Undanfarna daga hafa nýnemar verið í sérstakri dagskrá vegna komu þeirra í skólann, sem er smekkflullur. Kennt verður nánast þar sem hægt er að kenna. Sá nemendafélag NFFG meðal annars um sérstaka dagskrá, grill,leiki og hvaðeina fyrir nýnemana.

En það hefur líka verið starfað í fleiri félögum frá FG að undanförnu og meðal annars tók Hinseginfélag FG þátt í Gleðigöngunni á Hinsegindögum laugardagin 12. ágúst síðastliðinn. Hinseginfélagið í FG var stofnað í árslok 2019.

Innan veggja FG er virk Jafnréttisáætlun, sem einnig felur í í sér Hinsegináætlun, en um þetta tvennt má lesa hér.

Fyrsta ball haustannar verður svo haldið fimmtudaginn 24.ágúst en það er svokallað ,,Busarave“. Fer það fram í Hafnarþorpinu (gamla Kolaportið). Þar mun meðal annars Ingi Bauer troða upp ásamt Doctor Victor, Danil og Clubdub. Stuðið er að hefjast!