HEATHERS - frumsýning á fimmtudag

Söngleikurinn Heathers fer brátt í almennar sýningar
Söngleikurinn Heathers fer brátt í almennar sýningar

Nú er allt að smella saman fyrir frumsýningu á söngleiknum Heathers, hjá leikfélagi FG, Verðandi.

Frumsýning verður á fimmtudaginn, en sú sýning er hugsuð fyrir aðstandendur, en í dag miðvikudag, verður svokölluð ,,generalprufa.“

Tíðindamaður FG.is var viðstaddur á ,,rennsli“ á þriðjudagskvöldið og varð vitni að skemmtilegri og kröftugri sýningu, þar sem andi unglingsáranna, já, menntaskólaáranna, sveif svo sannarlega yfir vötnum. Með öllu sem þeim ,,pakka" fylgir.

Ekki verður skemmt meira, en kaupið miða þegar Heathers fer í almennar sýningar. Mikið stuð!