Heimsókn frá Hollandi

Hollendingarnir staddir við fossinn Glym í Hvalfirði
Hollendingarnir staddir við fossinn Glym í Hvalfirði

Fyrr í vikunni voru nemendur frá framhaldsskóla í Amsterdam (Het Amsterdams Lyceum) í heimsókn hér í skólanum. Hefur þetta verið árviss viðburður. Og á móti hafa nemendur frá FG farið til Amsterdam í heimsókn. Hópurinn hefur farið víða og kynnst landi og þjóð. Á myndinni eru nokkrir hressir Hollendingar staddir við fossinn Glym í Hvalfirði, sem er hæstur fossa á Íslandi, eða um 200 metrar.