Hulda hannaði tösku úr endurunnum efnum

Hulda Fanný Pálsdóttir, sem er að útkskrifast af Hönnunar og markaðsbraut fékk þá skemmtilegu hugmynd að hanna tösku sem er úr endurnýttum leðursætum í bílum, sem og öryggisbeltum. Hulda vann þetta í samvinnu við fyrirtækið Netparta, sem er svokölluð partasala, rífur og endurvinnur bíla. Frá þessu er meðal annars sagt á vefsíðu fyrirtækisins. Taska Huldu flokkast sem ,,sjálfbær".