IMBRUdagar hafnir

Imbrudagar 2022 hófust með leikspuna Improv-Ísland
Imbrudagar 2022 hófust með leikspuna Improv-Ísland

Hinir svokölluðu Imbru-dagar hófust miðvikudaginn 16.mars í FG, en þá er bryddað upp á ýmsu skemmtilegu í stað náms.

Það var Improv-Ísland sem reið á vaðið fyrir fullum sal með spuna og á myndinni er verið að yfirheyra Tinnu Ösp Arnardóttur, en hún ásamt Fríðu Gylfadóttur, bera hitann og þungann af skipulagi Imbru-daga.

Þeir hafa ekki verið haldnir á meðan kóvidið hefur geisað og því kominn tími til.

Allskonar afþreying er í boði en líka er bakað, tefld skák, farið á skauta og fjallað um alvarleg heimsmál. Dagskrá sem á að passa öllum.

Öllu heila klabbinu lýkur svo með leiksýningu, árshátíð og balli á fimmtudaginn og svo sofa allir úr sér föstudaginn 18.mars.