Innanhúsmót í körfu: Aron, Ernir og Magnús unnu

Aron, Ernir og Magnús unnu í körfunni
Aron, Ernir og Magnús unnu í körfunni

Innanhúsmót FG í körfubolta var haldið miðvikudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Átta lið voru skráð til leiks, spilað var í tveimur riðlum og tvö efstu lið úr hvorum riðli léku til úrslita.

Það voru nemendur af  íþróttabraut úr áfanganum ÍÞRG3kk05 sem sáu um að setja mótið upp og framkvæma.

Að lokum stóðu þeir Aron, Ernir og Magnús uppi sem sigurvegarar.