Jarðfræði Heiðmerkur skoðuð

Í Búrfellsgjá
Í Búrfellsgjá

Fimmtudaginn fimmta október fór Sigurkarl upp í Heiðmörk með hóp jarðfræðinema, til að skoða hina fjölbreyttu jarðfræði sem þar er að finna.

Gengið var niður svokallað ,,siggengi“ sem myndast vegna landreksins og kallast Hjallamisgengið og áfram eftir hrauntröð sem kallast Búrfellsgjá og að Búrfellsgíg.

Úr þessum gíg rann hraunkvika efir hrauntröðinni og alla leið til sjávar í Garðabæ og Hafnarfirði eins og Garðahraun og Gálgahraun eru góð dæmi um. Sem og Maríuhellar og fleiri jarðfræðifyrirbæri sem þarna finnast. Síðan eru liðin rúm 7000 ár.