Jarmið 2022: Tinna Margrét sigraði

Á miðmyndinni eru þær Tinna, Lóa og Kolbrá.
Á miðmyndinni eru þær Tinna, Lóa og Kolbrá.

Söngvakeppni FG, Jarmið 2022. fór fram í Urðarbrunni fimmtudaginn 10.febrúar síðastliðinn.

Fjölmörg atriði voru flutt, en það atriði sem bar sigur úr býtum var flutt af Tinnu Margréti Hrafnkelsdóttur. Lóa Kolbrá Friðriksdóttir lenti í öðru sæti og Birna Berg Bjarnadóttir í því þriðja.

Tinna verður því fulltrúi FG í Söngvakeppni framhaldskólanna í ár, en Tinna hefur getið sér gott orð á leiklistarsviðinu í FG, lék bæði í síðasta söngleik sem settur var upp, LEG

Þá sýndi hún einnig eigið leikverk, Pálmar á síðasta ári. Til hamingju allar!