Jólasprell og bingó

Jólaskemmtun og jólabingó hjá Verðandi sunnudaginn 14.12
Jólaskemmtun og jólabingó hjá Verðandi sunnudaginn 14.12

Leikfélagið Verðandi stendur fyrir jólaskemmtun sunnudaginn 14. desember frá kl.11.00-14.00 í FG.

Fólk má koma í skólann og skemmta sér saman með ,,allskonar jólatengdu."  Verður boðið upp á jólaandlitsförðun, jólaföndur, sjoppu með allskonar gómsætu og mögulega kemur jólagestur.

Þetta er opið hús, öll eru velkomin, en allur ágóður fer beint í sjóð fyrir næstkomandi söngleik Verðandi, Ljóska í gegn. Æfingar eru á fullu.

Um kvöldið verður blásið í jólabingó með allskonar skemmtilegum vinningum og aðeins 500 kr. spjaldið. Hefst fjörið kl. 20.00.