Kennsla hefst að nýju

FG í vetrarbúningi
FG í vetrarbúningi

Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi. Kennsla hefst að nýju í FG að loknu jólafríi þriðjudaginn 3.janúar. Þá heldur miðönn sem sagt áfram.

Segja má að kennt verði sleitulaust fram að annarlokum, með þeirri undantekningu að námsmatsdagar eru þann 25.janúar (miðvikudagur) og þann 9.febrúar (föstudagur).

Próf miðannar standa svo yfir frá 10.febrúar til og með 14.febrúar (11.og 12. febrúar er helgi). Kennsla á vorönn hefst svo 22.febrúar.