Kisa stal senunni í jarðfræðiferð Sigurkarls

Mjá, mjá, sagði kisa og stal senunni
Mjá, mjá, sagði kisa og stal senunni

Jarðfræðihópur Sigurkarls fór jarðfræðiferð um næsta nágrenni skólans fyrir skömmu. Gengið var meðfram Arnarneshamarslæk að stöpli á Arnarneshæð sem er til minningar um Alfred Wegener og landrekskenningu hans. 

Fræddust nemendur um hana og ýmislegt jarðfræðilegt sem hægt var að sjá eins og landslagið i kring sem er meira og minna mótað af jöklum auk eldgosa og hrauna sem runnið hafa í og í kringum höfuðborgarsvæðið.

Dæmi um slíkt hraun er Gálgahraun sem rann úr Búrfellsgíg í Heiðmörk fyrir rúmum 7000 árum síðan. Bergmyndir þar eru með þeim flottari sem til eru hér á landi. 

Mælast svona ferðir yfirleitt vel enda er kennslan færð úr kennslustofunni út í náttúruna og nemendur frelsinu fegnir og upplifa jarðfræðina á annan hátt. 

Nemendur voru vel kæddir og enginn skalf(!) á beinunum. Síðan hitti hópurinn þessa fallegu kisu, sem er fyrir miðri mynd og stal senunni í myndatökunni.