LEG verður söngleikur vorsins 2021 - Hugleikur skrifar og Birna Rún stýrir

LEG verður söngleikur ársins 2021
LEG verður söngleikur ársins 2021

Þrátt fyrir kóvid og önnur leiðindi tengd því heldur lífið áfram og Leikfélag FG, Verðandi, er engin undantekning frá því. Nú er búið að ákveða hvaða söngleikur verður tekinn til sýninga á vordögum 2021.

Á fésbókarsíðu Verðandi segir:"Leg fjallar um unga stelpu sem er í menntaskóla í Garðabæ. Hún verður ófrísk og þarf að taka ákvörðun um framtíð hennar á meðan líf hennar er á niðurleið. Leg er stórskemmtilegur, litríkur og bráðfyndinn söngleikur fyrir alla aldurshópa." Höfundur verksins er einn frægasti skopteiknari landsins, Hugleikur Dagsson.

Leikstjórinn, eða leikstýran, er Birna Rún Eiríksdóttir leikkona. Hún kemur á ,,fornar slóðir" en Birna er fyrrum nemandi hér í FG og stúdent frá skólanum. Spennó! Hér má sjá kynningarmyndband um LEG og hér er skemmtileg mynd frá fyrsta samlestrinum á stykkinu,