Lið FG sigraði í spunakeppni

Þann 4. nóvember síðastliðinn fór keppnin Leiktu betur fram í Borgarleikhúsinu. Þangað mættu sex framhaldsskólar og kepptu í spuna. Spunaformið er þannig að leikarar spinna stuttar senur þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið. Hitt Húsið heldur þessa keppni árlega og í ár kepptu Borgarholtsskóli, Flensborg, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, Fjölbrautarskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Það er skemmst frá því að segja að lið FG sigraði í keppninni. Við óskum þeim Helgu, Halldóri, Uglu og Nataliu innilega til hamingju með sigurinn! Þjálfari liðsins var Pálmi Freyr Hauksson.