Lifnar yfir félagslífinu - söngleikurinn Pálmar sýndur

Það er að lifna yfir félagslífinu í FG og öðrum menntaskólum, sem betur fer. Á fimmtudaginn verðu ball, en þá komast margir nemendur á sitt fyrsta menntaskólaball, eftir að hafa beðið í meira tvö ár.

Þann 28.september hélt Leikfélag FG, Verðandi, svokallað ,,Open Mic“ þar sem hver sem er má flytja tónlistaratriði, leikatriði eða eitthvað annað.

Síðan eru eftir tvær sýningar á söngleiknum Pálmar, en Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, nemi á Leiklistarbraut FG og Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, eru höfundar.

Verkið fjallar um atburði í lífi afa Tinnu, arkitektsins og tónlistarmannsins, Pálmars Ólasonar, en svo skemmtilega vill til að það var einmitt Pálmar sem teiknaði og hannaði FG.

Sýningar eru 30.september og 1.október og miðar eru á ww.tix.is.