Lokasýningar á Gæjar og Píur

Lokasýningar á Gæjar og Píur verða um helgina (myndir að tjaldabaki, nema auðvitað hópmyndin)
Lokasýningar á Gæjar og Píur verða um helgina (myndir að tjaldabaki, nema auðvitað hópmyndin)

Tvær síðustu sýningar á söngleiknum Gæjar og Píur fara fram um helgina, 12. og 13.apríl, báða dagana kl. 19.00.

Það fer því hver að verða síðastur að sjá þennan fjöruga söngleik sem gerist í New York á fimmta áratug síðustu aldar. Í kynningu á Tix.is, þar sem miðarnir fást segir:

,,Natan Detroit er aðal spaðinn í bænum þegar kemur að teningaharki og heldur utan um þá „starfsemi“ í borginni. Hann hefur verið trúlofaður Adelaide, aðalstjörnu vinsæls næturklúbbs, í 14 ár og er heldur farið að reyna á þolinmæði hennar í þeim efnum. Dag einn kemur gamalkunnur töffari, Skæ Masterson, í bæinn en hann hefur getið sér gott orð á landsvísu fyrir áhættuveðmál, upp á töluverða fjármuni."