Mennta og menningarmálaráðherra heimsótti FG

Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra, heimsótti Fjölbrautaskólann í Garðabæ fimmtudaginn 10. janúar. Markmið heimsóknarinnar var að kynna sérstaklega fyrir henni það starf sem fer fram í listum og skapandi greinum í skólanum. Á myndinni með Lilju eru þau Viktor Freyr Ómarsson, forseti NFFG og Gunnur Elísa Þórisdóttir, sem er fjármálastjóri nemendafélagsins. Þau fylgdu Lilju um skólann ásamt skólameistara, Kristni Þorsteinssyni og fleirum.