Miklar endurbætur voru gerðar á FG sumarið 2025
Miklar endurbætur voru gerðar á húsakynnum FG í sumar og eins og glöggir (eldri) nemendur hafa tekið eftir hafa hlutar hans tekið algerum stakkaskiptum.
Fyrst ber að nefna aðstöðu í matsölu nemenda, en þar þurfa á hverjum degi nokkur hundruð nemendur að fá næringu á rúmlega hálfri klukkustund. Það er meira en að segja það.
En í stuttu máli, þá er búið að henda gamla eldhúsinu og kaupa nýtt. ,,Þetta breytir bara öllu og nú erum við komin með eldhús og aðstöðu sem kannski dugar í einhverja áratugi,“ sagði Amita Niraula, sem rekur eldhúsið. ,,Mér líst mjög vel á þetta og þetta er bara frábært,“ bætti hún við glöð í bragði.
Einnig var sett upp nýtt brunavarnarkerfi í skólanum og þá hefur aðstaðan í Jógasalnum (F110) algerlega verið tekin í gegn og þar settur inn myndvarpi og fleira nýtt.
Einnig flæddi líka stundum inn í það rými og nú er búið að ganga svo frá að það á ekki að gerast. En eins og nemendur vita, þá rennur lítill lækur fram hjá FG, sem getur breyst í litla á, þegar vel rignir. Sem stundum gerist. Nú eiga öll vandamál tengd því að vera úr sögunni.
Þá var líffræðistofan algerlega tekin í gegn og er í raun um nýja stofu að ræða. Bætir þetta mjög aðstöðu til kennslu í líffræði (sjá mynd að neðan).
En allt kostar þetta peninga og óhætt að segja að búið sé að endurnýja FG fyrir nokkra tugi milljóna króna. Þessi kostnaður er greiddur af íslenskra ríkinu, enda flestir menntaskólar reknir á vegum þess. Það er því mun betri FG, en var, sem hefur tekið á móti nemendum þessa haustönnina.

