Miklar tengingar milli FG og Söngvakeppninnar

Aníta, Sigga Ózk og VÆB
Aníta, Sigga Ózk og VÆB

Listalífið í FG er blómlegt og það sást vel í Söngvakeppni RÚV fyrir Eurovision í ár, en fyrir þá sem ekki vita fer keppnin fram í Malmö í Svíþjóð seinna í vor.

Fjölmarg listafólk, sem með einum eða öðrum hætti hefur tengingu við FG, kom fram undankeppninni, en hér er flottur listi:

Sigga Ózk var með lagið Um allan alheiminn. Hún semur bæði lag og texta í samvinnu við fleiri. Komst hún í úrslit.

Sunny (Sunna Kristinsdóttir) var með lagið Fiðrildi, bæði lag og texti, en í samvinnu við fleiri.

Aníta (Rós Þorsteinsdóttir) flytur lagið Stingum af og í laginu dansaði systir hennar, Ísabella. Lagið komst í úrslit.

Inga Birna Friðjónsdóttir og hljómsveitin Blankiflúr voru með lagið Sjá þig /Love you

Þá var Matthías Davíð Matthíasson með lagið Bíómynd. Lagið semur hann í félagi við bróður sinn, Hálfdán Helga. Það lag komst í úrslit.

Af þessu öllu má því draga þá ályktun að FG sé eins konar ,,framleiðslustaður” fyrir listamenn og þrjú lög af fimm sem verða í úrslitum laugardaginn 2.mars hafa einhverja þræði sem liggja til FG. Ekki galið, reyndar alveg frábært!