Morfís rúllar af stað - FG fer norður

Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldskólanna, er að rúlla af stað þessa dagana. Að sjálfsögðu er FG með. Tíðindamaður FG.is hitti annan þjálfara liðs FG, Daníel Breka Johnsen, á göngum skólans, þar sem hann var að bíða eftir æfingu. Að sögn Daníels hefur lið FG æft stíft að undanförnu undir stjórn hans og Mörtu Öldu Pitak.

Liðsmenn FG eru þau Karen Ósk Kjartansdóttir, Guðmundur Grétar Magnússon og Halldóra Björg Einarsdóttir. Liðið leggur í fyrstu alvöru viðureignina um næstu helgi, þegar rúllað verður til Akureyrar og att kappi við Menntaskóla Akureyrar.

Umræðefnið laugardaginn 30.janúar verður: Maður á að elta drauma sína. FG mælir með en MA á móti. Daníel er bjartsýnn á gengi liðsins og hafa æfingar að hans sögn gengið vel. Gott gengi FG og nú er bara að tala norðanmenn í rot og þrot.