Ný skólanefnd í FG tekin til starfa

Ný skólanefnd FG heftur tekið til starfa og er það Stefán Snær Stefánsson sem er formaður hennar, en…
Ný skólanefnd FG heftur tekið til starfa og er það Stefán Snær Stefánsson sem er formaður hennar, en hann er fyrrum forseti NFFG.

skólanefnd hefur tekið til starfa í FG en samkvæmt skipuriti skólans tekur skólanefnd fyrir allskyns málefni sem tengjast starfi skólans og samskiptum hans við samfélagið. Nefndin fjallar til dæmis mikið um hluti sem tengjast rekstri og fjármálum skólans.

Aðalmenn án tilnefningar eru: Hulda Hlín Ragnars, Tinna Borg Arnfinnsdóttir og Stefán Snær Stefánsson. Aðalmenn samkvæmt tilnefningu bæjarstjórnar Garðabæjar eru: Lilja Lind Pálsdóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir.

Varamenn án tilnefningar eru: Hildur Þorsteinsdóttir og Máni Steinn Ómarsson og þá eru varamenn samkvæmt tilnefningu bæjarstjórnar Garðabæjar þau Hjördís Guðný Guðmundsdóttir og Inga Rós Reynisdóttir. Formaður var kosinn Stefán Snær Stefánsson, lögfræðingur frá H.Í. og stúdent frá FG.

Er skólanefnd óskað velfarnaðar í sínum störfum og hún boðin velkomin til starfa.