Ný stjórn NFFG kosin

Þessi hópur mun stýra NFFG skólaárið 2024-2025
Þessi hópur mun stýra NFFG skólaárið 2024-2025

Ný stjórn nemendafélags FG, NFFG, var kosin fimmtudaginn 2.maí og var líf og fjör í aðdraganda kosninganna, skólinn þakinn framboðsplakötum, veitingar, ræður/umræður og hvaðeina. Eftirtaldir náðu kjöri og verða því í stjórn NFFG skólaárið 2024-2025, frá vinstri á mynd:

Jónas Breki Kristinsson - Formaður íþróttanefndar

Ásgeir Óli Egilsson - Fjármálastjóri

Daníel Orri Árnason - Varaforseti
 
Kolfinna Björt Þórðardóttir - Forseti
 
Kristín Jóhanna Svansdóttir - Skemmtanastjóri
 
Erla Mjöll Daðadóttir - Markaðsstjóri
 
Eva Júlía Ólafsdóttir - Formaður Málfundafélagsins