Nýr sigur í Gettu betur - nú MR!

Skjáskot af frétt MBL.is þegar FG vann Gettu betur árið 2018. Frábært skot!
Skjáskot af frétt MBL.is þegar FG vann Gettu betur árið 2018. Frábært skot!

Lið FG er komið í sjónvarpskeppni Gettu betur eftir að hafa unnið Menntaskólann á Ísafirði í síðustu viðureign, sem fram fór á Rás 2 fyrir skömmu. Lið FG vann með 25 stigum gegn 12. Nú færist keppnin yfir í sjónvarpshúsið í Efstaleiti. Þar bíður FG erfiður mótherji, sem er MR. MR er ásamt MH sá skóli sem hefur unnið Gettu betur oftast, en FG hefur líka staðið fyrir sínu, vann keppnina árið 2018 eins og sjá má í þessari frétt Morgunblaðsins. Þetta verður brekka, en þá er bara að berjast - áfram FG!