Opinn fundur - sá fyrsti eftir kóvid

Fyrsti opni fundurinn eftir kóvid var haldinn í Urðarbrunni þann 6.október og var fjölmenni. Þar sáttu fulltrúar NFFG (nemendafélagsins) og stjórnenda fyrir svörum. Margt bar á góma og barst fjöldi spurninga úr sal. Ýmislegt er framundan í skólastarfinu og margt spennandi, til dæmis hinn víðfrægi íþróttadagur, FG gegn Flensborgarskóla.