Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari, Guðmundur Ingi Kristinsson, menntamálaráðherra og Kristinn Þorsteinsson, skólameistari.
Menntamálaráðherra Íslands, Guðmundur Ingi Kristinsson, frá Flokki fólksins, heimsótti FG föstudaginn 10.október með helstu ráðgjöfum.
Ástæða heimsóknarinnar eru hugmyndir um að gera nýtt stjórnsýslustig sem ætlað er að þjónusta framhaldsskólastigið, þar sem um 24.000 nemendur stunda nám og um 1700 kennarar kenna.
Ráðherra skoðaði skólann undir leiðsögn skólameistara og aðstoðarskólameistara og síðan lá leiðin í matsal starfsmanna, þar sem Guðmundur Ingi ræddi við starfsmenn, kynnti þessar hugmyndir frekar og svaraði spurningum.
Á næstu vikum mun hann svo heimsækja alla framhaldsskóla landsins, sem eru alls um 30 talsins, þar af 27 sem eru ríkisreknir.