"Reiðir fuglar" fögnuðu kennslulokum

Rauðklæddur hópur
Rauðklæddur hópur "reiðra fugla" (Angry Birds)

Rauðklæddur hópur "reiðra fugla" (Angry Birds) flögraði inn í FG föstudagsmorguninn 30.nóvember, en þetta voru væntanleg útskriftarefni að fagna kennslulokum með svokallaðri "dimmiteringu". Hinsvegar voru "reiðu fuglarnir" reyndar í skínandi skapi, þeir þeyttust um skólann, föðmuðu samnemendu og reyndar kennara líka! Þeir tóku svo (rapp)lagið í stiga skólans og flögruðu síðan aftur út í morgunskímuna.