Reimt á lokametrunum!

Reimt verður þann 6.mars í FG!
Reimt verður þann 6.mars í FG!

Æfingar standa yfir á fullu á Reimt, nýja leikriti Verðandi, leikfélags FG. Tíðindamaður FG.is leit við á æfingu, þar sem verið var að undirbúa svokallað rennsli, en þá er rennt yfir stykkið í heild sinni. Frumsýning er 6.mars næstkomandi. Ekki var annað skynjað á andrúmslofti æfingarinnar en að allt væri í góðum gír, leikrstjórinn og höfundurinn, Karl Ágúst Úlfsson gaf skipanir (enda hlutverk hans) og leikara hituðu upp með dansi og öðru glensi. Spennó! Miðasala er á Tix.is